Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar hjá Matvælastofnun.
Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar hjá Matvælastofnun.
Fréttir 10. febrúar 2022

Vel fylgst með innflutningi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tugum milljónum alifugla hefur verið lógað og fargað í Evrópu undanfarna mánuði til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensu en þar sem hún berst meðal alifugla og milli landa með farfuglum hefur það reynst erfitt. Fjöldi lifandi unga af varphænum eru fluttir til landsins árlega.

Hrund Hólm, deildarstjóri inn- og útflutningsdeildar MAST, segir að verklag stofnunarinnar í tengslum við innflutning frjóeggja og dagsgamalla unga sé með þeim hætti að nokkrum dögum fyrir væntanlegan innflutning sé tekin staða á fuglaflensu í útflutningslandinu.

Áhættumat erlendis

„Við skoðum meðal annars hvort það séu í gildi einhverjar hömlur sem tengjast fuglaflensu á upprunabúi eggjanna/unganna og er áhættan metin út frá því. Þannig að ef upprunabúin eru innan skilgreindra svæða þar sem í gildi eru höft eða hömlur er innflutningur ekki leyfður. Auk þess er skoðað hver útbreiðsla og þróun smitsins sé í landinu og tekið mið af áhættumati þarlendra dýraheilbrigðisyfirvalda.“

Eftirlit innanlands

Við komuna til landsins tekur við einangrun í að minnsta kosti 6 vikur undir eftirliti Matvælastofnunar. Hrund segir að í ljósi aðstæðna á stöðu fuglaflensu í Evrópu sé verið að skoða hvort auka eigi það eftirlit og taka sýni úr dagsgömlum ungum en til þessa hefur það verið gert síðar á meðan einangrun stendur.

 Góð samvinna við Mast

Jón Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Reykjabúsins, segir að til þessa hafi fuglaflensa ekki haft áhrif á innflutning á lifandi ungum. „Við eru í góðu sambandi við Mast og þeir fylgjast vel með þróuninni erlendis og svo eru við með einangrunarstöð hér á landi þar sem tekin eru sýni úr ungunum áður en þeir fara í framleiðslu.

Jón Magnús Jónsson, fram­kvæmda­stjóri Reykja­búsins.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...